Þórdís Tryggvadóttir 14.12.1927-10.02.2012

Þórdís ólst upp á Ökrum á Seltjarnanesi. Hún stundaði nám í myndlist bæði í Reykjavík og Danmörku og vann við myndlistarstörf stóran hluta ævinnar. Hún hélt sýningar bæði hérlendis og erlendis og myndskreytti fjöldann allan af bókum, einkum barnabækur. Þórdís og eiginmaður hennar, Egill Björgúlfsson, bjuggu í nokkur ár á Patreksfirði en fluttu síðan í Mosfellsbæ þar sem þau bjuggu þar til Egill lést. Síðustu árin bjó Þórdís í Grafarvogi.

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

14 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
25.02.2007 SÁM 20/4272 Heimildarmaður talar um æsku sína og lýsir heimaslóðum sínum. Þórdís Tryggvadóttir 45720
25.02.2007 SÁM 20/4272 Heimildarmaður segir frá æskuvinkonu sinni sem taldi henni trú um að dvergar væru til. Þórdís Tryggvadóttir 45721
25.02.2007 SÁM 20/4272 Heimildarmaður lýsir því hversu bráðger hún var og segir frá því að hún fékk að fara snemma í skóla Þórdís Tryggvadóttir 45722
25.02.2007 SÁM 20/4272 Lýsir mjólkurvögnum úr barnæsku sinni, en hún vaknaði oft við þá. Þórdís Tryggvadóttir 45723
25.02.2007 SÁM 20/4272 Segir frá menntun sinni. Var með heimakennara er hún var sjö til níu ára, fór síðan í almennan skóla Þórdís Tryggvadóttir 45724
25.02.2007 SÁM 20/4272 Svarar því hvernig hún kynntist eiginmanni sínum og segir frá skemmtunum sem hún sótti. Nefnir að hú Þórdís Tryggvadóttir 45725
25.02.2007 SÁM 20/4272 Segir frá giftingu sinni (athöfn, fatnaði og brúðkaupsveislu) og því að hún skrifaðist á við unnusta Þórdís Tryggvadóttir 45726
25.02.2007 SÁM 20/4272 Heimildarmaður talar um aðstæður á Íslandi er hún og eiginmaður hennar voru að byrja að búa. Segir f Þórdís Tryggvadóttir 45727
25.02.2007 SÁM 20/4272 Svara því hvort mikið hafi veirð um dansleiki, neitar því. Ræðir um húsnæðisframboð og vandræði við Þórdís Tryggvadóttir 45728
25.02.2007 SÁM 20/4272 Heimildarmaður segir frá tungumálakunnáttu á sínum yngri árum, bæði sína eigin og hvað almennt tíðka Þórdís Tryggvadóttir 45729
25.02.2007 SÁM 20/4272 Segir frá brúðargjöfum og brúðkaupsveislunni sinni. Talar um aðstæður í samfélaginu, innflutningsbön Þórdís Tryggvadóttir 45730
25.02.2007 SÁM 20/4272 Svarar því hvort hefðir hafi spilað hlutverk í brúðkaupinu og rifjar upp er hún var vön að stelast í Þórdís Tryggvadóttir 45731
25.02.2007 SÁM 20/4272 Lýsir viðhorfi fólks til brúðkaupsfögnuða er hún var ung, þótti púkó og kapitalískt í augum hippa og Þórdís Tryggvadóttir 45732
25.02.2007 SÁM 20/4272 Ítrekar hversu erfitt ástandið var í samfélagin er hún byrjaði að búa, hvað varðar vöruframboð, og h Þórdís Tryggvadóttir 45733

Tengt efni á öðrum vefjum

Myndlistarmaður
1 hljóðrit

Fjóla María Jónsdóttir uppfærði 8.09.2020