Þorlákur Guðmundsson -1773

Prestur fæddur um 1711. Stúdent frá Skálholtsskóla 1731. Vígðist aðstoðarprestur föður síns í Selárdal 6. maí 1735 og fékk prestakallið eftir hann 1738. Fékk uppreisn fyrir of bráða barneign með konu sinni 1742 en fékk að halda prestakallinu meðan beðið væri dóms en 1749 var hann dæmdur frá kjóli og kalli fyrir að vera drukkinn við útdeilingu sakramentis. Var eftir þetta settur sýslumaður. Harboe gaf honum sæmilegan vitnisburð að þekkingu en taldi hann fremur óróagjarnan.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 157.

Staðir

Selárdalskirkja Aukaprestur 06.05.1735-1738
Selárdalskirkja Prestur 1738-1749

Aukaprestur, prestur og sýslumaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 23.06.2015