Þorsteinn Gestur Eiríksson (Steini Krúpa) 17.03.1927-05.05.2004

Ég er fæddur á Bakkafirði, á prestsetrinu á Skeggjastöðum, 3. mars 1927. Ég var hjá prestshjónunum til sjö ára aldurs að ég flutti suður til Reykjavíkur til foreldra minna. Foreldar mínir voru Eiríkur Þorsteinsson og Ingibjörg M. Pálsdóttir. Móðir mín dó þegar ég var átta ára. Við erum þrjú alsystkinin og ég á tvö hálfsystkini. Foreldrar mínir fluttu snemma suður og ég ólst upp hjá prestinum, séra Ingvari Nikulássyni...

Sex eða sjö ára var ég byrjaður að spila á munnhörpu. Móðir mín spilaði á orgel ýmis danslög sem ég spilaði síðar á munnhörpu. Síðar fór ég að spila dægurlög sem ég heyrði í útvarpinu. Þá spilaði ég lög eins og Jósep, Jósep, bágt á ég að bíða og ýmsa gamla slag- ara sem ég lærði í danslagatímum í útvapinu á laugardagskvöldum. Þessi lög var ég að spila meira eða minna þar til ég var orðinn tólf ára...

Úr viðtali við Þorstein í Morgunblaðinu 19. desember 1999, bls. 24 B.

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.03.2015