Sigurður Jónsson 24. apríl 1960-

Prestur. Nám við Bændaskólann á Hvanneyri 1977-78. Stúdent frá FB 1982. Cand. theol. frá HÍ 25. júní 1988. Nám í sálgæslu og prédikunarfræðum í Bielefeld sumarið 1989. Námskeið í þýsku fyrir útlendinga í Bielefeld sumarið 1989. Lauk námi í svæðisleiðsögn á Suðurlandi frá Leiðsöguskólanum vorið 2001. Skipaður sóknarprestur í Patreksfjarðarprestakalli 1. júlí 1988 og vígður 3. sama mánaðar. Skipaður prestur í Oddaprestakalli frá 15. júní 1991.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 765-66

Staðir

Patreksfjarðarkirkja Prestur 01.07.1988-1991
Oddakirkja Prestur 15.06.1991-

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.12.2018