Árni Snorrason 04.05.1768-28.02.1833

<p>Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1789. Vígðist 7. júní 1795 aðstoðarprestur að Felli í Sléttuhlíð og fékk það prestakall 27. nóvember 1796, fékk loks Tjörn í Svarfaðardal 10. ágúst 1814 og var þar til dauðadags. Mikill maður vexti, fríður sýnum, nokkuð stórlyndur en rausnarmaður og gestrisinn, búhöldur góður og enginn veifiskati.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 70. </p>

Staðir

Fellskirkja Aukaprestur 07.06.1795-1796
Fellskirkja Prestur 27.11.1796-1814
Tjarnarkirkja Prestur 10.08.1814-1833

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 23.02.2017