Thelma Guttormson Wilson 12.04.1919-

<p>... Tónlistin hefur verið sem rauður þráður í lífi Thelmu. Helga, móðir hennar, byrjaði að læra á píanó á unglingsaldri og Björn, faðir hennar, keypti sér fiðlu fyrir fyrstu útborgunina eftir að hann byrjaði 18 ára á vinnumarkaðnum. „Hann hafði ótrúlega næmt eyra fyrir tónlist og spilaði af fingrum fram en fór aldrei í tónlistartíma,“ rifjar Thelma upp. „Eftir að ég fæddist reyndu þau bæði að kenna mér, pabbi hélt fiðlunni að mér og mamma vildi að ég lærði að spila á píanó. Fljótlega sáu þau að skynsamlegast væri að ég fengi kennslu hjá virtum tónlistarkennara og fimm ára byrjaði ég að læra á píanóið.“</p> <p>Thelma er elst fjögurra systkina. Hún hefur látið að sér kveða í íslenska samfélaginu í Manitoba og var til dæmis fjallkona á Íslendingadeginum á Gimli 2004. Norman, bróðir hennar, er 95 ára og býr í Saskatchewan, en Sylvia og Jón eru látin. Jón var flugmaður í bandaríska hernum í seinni heimsstyrjöldinni og var nær tvö ár sem slíkur á Íslandi. „Hann færði okkur systur minni og mömmu íslensk gæruskinn, þegar hann kom til baka,“ segir Thelma um eina tenginguna við föðurlandið, sem hún hefur heimsótt sjö sinnum, og hlýnar um hjartarætur við tilhugsunina.</p> <p>Guttormur Þorsteinsson og Birgitta María Jósepsdóttir, afi og amma Thelmu í móðurætt, fluttu til Manitoba 1892, þegar Björn, faðir hennar var níu ára. Þau settust að skammt fyrir sunnan Gimli. Vopnfirðingurinn Jón Friðfinnsson, sem síðar tók upp eftirnafnið Kernested, og Mývetningurinn Svava Jónsdóttir, afi og amma Thelmu í föðurætt, fluttu vestur um haf um 1891 og kynntust þar.</p> <p><a href="https://www.thecanadianencyclopedia.ca/en/article/wilson-j-kerr-emc">Kerr Wilson</a>, sem lést 2006, og Thelma ólust upp í sama hverfi í Winnipeg, voru leikfélagar og síðan hjón. Hann var af írskum ættum, lék á fiðlu en fljótlega tók söngurinn völdin. Hann var þekktur bariton-söngvari, var með eigin útvarps- og sjónvarpsþætti og hún spilaði undir. „Hápunkturinn var þegar hann söng og ég spilaði fyrir Philip prins og Elísabetu Englandsdrottningu í heimsókn hjónanna til Winnipeg 1959,“ segir Thelma. „Ég þurfti að læra hvernig ég átti að heilsa þeim og var með hjartað í buxunum en allt gekk að óskum, okkur gekk vel að syngja og spila í húsnæði fylkisstjórans og hún sendi okkur þakkarbréf fyrir flutninginn.“</p> <p>Thelma og Kerr eiga fjögur börn. Þrjú barnanna, Carlisle fiðluleikari, Kerrine, píanóleikari og kennari, og Eric sellóleikari, hafa mikið látið að sér kveða á tónlistarsviðinu, en Mark, sem kvæntur er Guðnýju Hildi Kristinsdóttur, lagði viðskipti fyrir sig og býr ásamt fjölskyldu sinni á Íslandi.</p> <p align="right">Úr <i>Hápunkturinn með Elísabetu drottningu</i>. Morgunblaðið. 12. apríl 2019, bls. 32</p> <p>- - - - -</p> <p>Thelma Wilson (b Guttormson). Pianist, teacher, b Winnipeg, of Icelandic parents, 12 Apr 1919; ATCM 1935, LRSM 1935. She studied in Winnipeg with Louise McDowell and Leonard Heaton and developed a busy career as a solo performer, accompanist, and teacher. She has given many joint recitals with her husband, J. Kerr, and with her sons Eric (in Switzerland in 1971, in Iceland in 1976, and in CBC and other recitals in Vancouver) and Carlisle, and has accompanied many other Winnipeg musicians. She was president of the Junior Musical Club of Winnipeg 1947-9, the Wednesday Morning Musicale 1968-9, and the CFMTA 1975-9. She has been an examiner for the WBM for many years and from 1953 has adjudicated music festivals across Canada.</p> <p align="right"><i><a href="https://www.thecanadianencyclopedia.ca/article/thelma-wilson-emc">The Canadian Encyclopedia</a></i></p>

Viðtöl

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Kennari og píanóleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.03.2021