Jónas Guðmundsson 07.09.1978-

<p>Jónas lauk 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2000 undir handleiðslu Þuríðar Pálsdóttur og hélt síðan til framhaldsnáms til Berlínar við Hanns Eisler-tónlistarháskólann og síðar til London þar sem hann útskrifaðist frá Óperudeild Royal Academy of Music árið 2005. Jónas tók sín fyrstu skref í starfi óperusöngvara hjá Glyndbourne Festival Opera þar sem hann coveraði Bill í Flight eftir Jonathan Dove og ári seinna fylgdu cover á Antonio í Betrothal in a Monastery eftir Prokofiev og Ferrando í Cosi fan tutte eftir Mozart.</p> <p>Haustið 2005 þreytti Jónas frumraun sína í hlutverki Lindoro í Ítölsku stúlkunni frá Alsír eftir Rossini við Óperuhúsið í Treviso á Ítalíu. Meðal annara verkefna hans má nefna Hertogann í Rigoletto við Óperuna í Bremerhaven, Tebaldo í I Capuleti e I Montecchi eftir Bellini fyrir Grange Park Opera, Lindoro í Ítölsku stúlkunni frá Alsír við Óperuna í Bonn, Gregorio í La Grande Magia eftir Trojahn við Semperóperuna í Dresden og Don Ramiro úr Öskubusku við Óperuhúsin í Fermo, Teramo og Ortona á Ítalíu. Jónas hóf störf sem fastráðinn söngvari við óperuna í Wiesbaden haustið 2009 og starfar þar enn. Meðal hlutverka hans þar má nefna Tamino í Töfraflautunni, Ferrando í Cosi van tutte, Don Ottavio í Don Giovanni, Greifann í Rakaranum, Söngvarann í Rosenkavalier, Fenton í Falstaff, Gonzalve í L‘Heure Espagnole, Rinuccio í Gianni Schicchi, Jaquino í Fidelio, Ernesto í Don Pasquale og ýmis önnur smærri hlutverk.</p> <p align="right">Textinn er af vef Íslensku óperunnar í nóvember 2013.</p>
Söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.11.2013