Hanna Þóra Guðbrandsdóttir 29.10.1980-

Hanna Þóra hóf söngnám við Tónlistarskólann á Akranesi árið 1996. Haustið 1999 innritaðist hún í Söngskólann í Reykjavík og hafa kennarar hennar þar verið Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Signý Sæmundsdóttir og Kolbrún Sæmundsdóttir. Þaðan lauk hún 8. stigsprófi vorið 2005.

Hanna Þóra hefur sótt meistaranámskeið og söngtíma hjá ýmsum kennurum m.a. Krisjáni Jóhannsyni, André Orlowitz, Lauru Brooks Rice, Janet Williams, Kristni Sigmundssyni, Jónasi Ingimundarsyni og Margaret Singer.

Af hlutverkum sem Hanna Þóra hefur sungið má nefna:

  • Hlutverk Drekaflugunnar í Töfraheimi Prakkarans eftir Ravel
  • Barböru í Nótt í Feneyjum eftir Johann Strauss
  • Genovefa úr Systir Angelica eftir Puccini
  • Greifynjuna í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart
  • Fiordiligi í Cosí fan tutte eftir Mozart, en það hlutverk söng hún á sviði Íslensku Óperunnar vorið 2008
  • Serpinu í La Serva Padrona eftir Pergolesi á vegum Alþýðuóperunnar
  • Ines í Il Trovatore eftir Verdi, en það söng hún haustið 2012 hjá Íslensku Óperunni

Hanna Þóra syngur í tónleikaröð Classical Concert Company Reykjavík, sem fer fram í Hörpunni ár hvert og sumarið 2008 var hún valin til þess að syngja í Internationaler Hans Gabor Belvedere competiton, einni stærsta keppni í heimi fyrir unga og upprennandi óperusöngvara.

Af vef Hönnu Þóru 15. febrúar 2014.

Staðir

Tónlistarskólinn á Akranesi Tónlistarnemandi 1996-
Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1999-2005

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.03.2016