Hanna Þóra Guðbrandsdóttir 29.10.1980-

<p>Hanna Þóra hóf söngnám við Tónlistarskólann á Akranesi árið 1996. Haustið 1999 innritaðist hún í Söngskólann í Reykjavík og hafa kennarar hennar þar verið Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Signý Sæmundsdóttir og Kolbrún Sæmundsdóttir. Þaðan lauk hún 8. stigsprófi vorið 2005.</p> <p>Hanna Þóra hefur sótt meistaranámskeið og söngtíma hjá ýmsum kennurum m.a. Krisjáni Jóhannsyni, André Orlowitz, Lauru Brooks Rice, Janet Williams, Kristni Sigmundssyni, Jónasi Ingimundarsyni og Margaret Singer.</p> <p>Af hlutverkum sem Hanna Þóra hefur sungið má nefna:</p> <ul> <li>Hlutverk Drekaflugunnar í Töfraheimi Prakkarans eftir Ravel</li> <li>Barböru í Nótt í Feneyjum eftir Johann Strauss</li> <li>Genovefa úr Systir Angelica eftir Puccini</li> <li>Greifynjuna í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart</li> <li>Fiordiligi í Cosí fan tutte eftir Mozart, en það hlutverk söng hún á sviði Íslensku Óperunnar vorið 2008</li> <li>Serpinu í La Serva Padrona eftir Pergolesi á vegum Alþýðuóperunnar</li> <li>Ines í Il Trovatore eftir Verdi, en það söng hún haustið 2012 hjá Íslensku Óperunni</li> </ul> <p>Hanna Þóra syngur í tónleikaröð Classical Concert Company Reykjavík, sem fer fram í Hörpunni ár hvert og sumarið 2008 var hún valin til þess að syngja í Internationaler Hans Gabor Belvedere competiton, einni stærsta keppni í heimi fyrir unga og upprennandi óperusöngvara.</p> <p align="right">Af vef Hönnu Þóru 15. febrúar 2014.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn á Akranesi Tónlistarnemandi 1996-
Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1999-2005

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.03.2016