Markús Sigurðsson 1758-03.04.1818

Stúdent frá Skálholtsskóla 1773 með þeim vitnisburði að hann sé heldur óskarpur að gáfum en fremri öðrum skólabræðrum sínum í tölvísi. Vígðist 3. júní 1784 aðstoðarprestur sr. Snæbjarnar Þorvarðarsonar að Lundi, fékk Reynisþing 1786, fyrsta árið í skiptum við sr. Illuga Hannesson, fékk svo Mosfell í Mosfellssveit 20. október 1801 og fluttist þangað 1802 og var til æviloka. Talinn góður búmaður og laginn við lækningar.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ III bindi, bls. 474.

Staðir

Lundarkirkja Aukaprestur 03.06.1784-1786
Reyniskirkja Prestur 1786-1801
Mosfellskirkja Prestur 20.10.1801-1818

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 13.01.2014