Páll Sveinsson 1650-07.1736

Prestur fæddur um 1650. Stúdent frá Hólaskóla 1668 með ágætum vitnisburði. Fékk Kjalarnesþing 14, apríl 1681. Sagði þar af sér 26. maí 1710. Var millibilsprestur í Miðdalaþingum fardagaárið 1712-13 og bjó í Snóksdal. Fékk Goðdali 20. september 1713 og hélt til æviloka, 1736. Vel gefin, nokkuð þrasgjarn og sætti stundum kærum af hendi sóknarbarna sinna enda þunglyndur eða geðbilaður annað veifið.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 140-41.

Staðir

Brautarholtskirkja á Kjalarnesi Prestur 14.04.1681-1710
Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi Prestur 14.04.1681-1710
Snóksdalskirkja Prestur 1712-1713
Goðdalakirkja Prestur 20.09.1713-1736

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.01.2017