Skúli Tómasson 07.06.1775-31.10.1859

<p>Prestur. Stúdent úr heimaskóla Páls Hjálmarssonar. EIgnaðist barn 15 ára en fékk uppreisn 1793. Vígðist aðstoðarprestur sr. Sigfúsar Jónssonar í Höfða, fékk Nes 25. ágúst 1803, Múla 9. október 1816 og hélt til æviloka. Góður söngmaður en ekki mikill ræðumaður. Þótti stundum nokkuð fákænn en góðmenni og gæflyndur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 296-97. </p>

Staðir

Höfðakirkja Aukaprestur 08.07.1798-1803
Neskirkja Prestur 25.08.1803-1816
Múlakirkja í Aðaldal Prestur 09.10.1816-1859

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 1.09.2017