Brynjólfur Sigurðsson Sívertsen 13.12.1767 -23.07.1837

Vígður 1797. Fékk Reykjavík sama ár. Fékk Holt undir Eyjafjöllum 1813, Útskála 1826-1837.

Heimild: Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson. Bls. 38.

Árið 1826 kom að Útskálum sr. Brynjólfur Sigurðsson eða Sívertsen, eins og hann nefndi sig að hætti fyrirmanna þeirrar tíma. Áður hafði sr. Brynjólfur verið dómkirkjuprestur frá árinu 1797-1813 en það ár fékk hann Holt undir Eyjafjöllum og þjónaði þar til ársins 1826 er hann fékk Útskála. Hann þjónaði kallinu í ellefu ár en stóð þá upp fyrir syni sínum Sigurði Sívertsen.

Heimild: Menningarsetrið að Útskálum - Saga Útskála

Er ekki skráður meðal Holtspresta á kirkjan.is

Staðir

Dómkirkjan Prestur 1797-1813
Útskálakirkja Prestur 1826-1837
Holtskirkja undir Eyjafjöllum Prestur 1813-1826

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 4.06.2014