Arnór Jónsson 27.12.1772-05.11.1853

Prestur. Stúdent frá Reykjavíkurskóla eldra 1794 með miklum lofsorðum. Fékk Hestþing 2. maí 1798 og Vatnsfjarðarkirkju 9. janúar 1811 og hélt til dauðadags. Hann varð prófastur í norðurhluta Ísafjarðarsýslu 25. september 1817 og sinnti því til dauðadags. Hann þótti skarpur maður, vel lærður góður kennimaður en nokkuð fljótfær í embættisverkum. Þrekmaður mikill og glíminn, búmaður lítill og átti erfiðan fjárhag. Skáldmæltur og átti m.a. 14 sálma í Leirgerði.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 84-85.

Staðir

Vatnsfjarðarkirkja Prestur 1811-1853
Hestkirkja Prestur 1798-1811

Erindi


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014