María Huld Markan Sigfúsdóttir 29.09.1980-

María Huld stundaði fiðlunám hjá Guðnýju Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan einleikaraprófi árið 2000. Árið 2007 lauk hún BA-prófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands eftir þriggja ára nám, sem hún stundaði að hluta til við Dartington College of Arts í Bretlandi. María Huld hefur tekið þátt í fjölda verkefna á tónlistarsviðinu auk þess að vera meðlimur í Amiinu. Þar má einkum nefna Hóp fólks (2000) og Hrafnagaldur Óðins (2002). Tónverk hennar hafa ennfremur verið flutt á Íslandi, í Bandaríkjunum og víðar. Þá hefur hún starfað með innlendum og erlendum tónlistarmönnum eins og Slow Blow, Sigur Rós og The Album Leaf.

Af popplagid.com (11. febrúar 2016)

Staðir

Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarnemandi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -2000
Listaháskóli Íslands Háskólanemi -2007

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Amiina Fiðluleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari, háskólanemi, tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.02.2016