Guðmundur Bjarnason 14.10.1744-20.05.1824

<p>Prestur. Stúdent 1769 frá Skálholtsskóla og vígðist 28. mars 1771 aðstoðarprestur í Flatey en missti þar rétt til prestskapar vegna of bráðrar barneignar með konu sinni haustið 1776 en þjónaði þó áfram um hríð. Varð millibilsprestur á Brjánslæk frá mars 1779 til 27. júlí sama árs er hann fékk Árnes en fór ekki þangað heldur fékk hann Prestbakka í Strandasýslu 1780. Hann flosnaði upp þar 1791 og fékk Árnes 23. ágúst 1793 og hélt til dauðadags. Hannes Finnson, biskup, sagði hann hagleiks- og listamann en hirðulausan enda var hann jafnan fátækur þótt hann væri starfsmaður mikill. Þótti sæmilegur ræðumaður og lipur í prestverkum, síglaður, góðhjartaður og mikils virtur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 130. </p>

Staðir

Flateyjarkirkja Aukaprestur 28.03.1771-1779
Prestbakkakirkja Prestur 1780-1791
Árneskirkja - eldri Prestur 23.08.1793-1824

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.06.2015