Anna Nordal (Anna Karólína Nordal) 06.09.1902-1998
Anna Karólína Nordal fæddist 6. september 1902 í Kanada. Foreldrar hennar voru Rósa Davíðsdóttir Nordal og Lárus Bjarni Rafnsson Nordal, Gimli, Manitoba. Anna Karólína Nordal nam tónlist í St. Mary´s Academy, kaþólskum nunnuskóla í Winnipeg. Einnig lagði hún stund á píanóleik í Saskatoon. Hún var organleikari um skeið í báðum íslensku kirkjunum á Gimli. Hún stóð fyrir heimili foreldra sinna eftir að móðir hennar veiktist, og eftir andlát hennar hélt hún hús með föður sínum, og fékkst jafnframt við hjúkrun á elliheimilinu Bethel á Gimli. Anna lést árið 1998.
Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum
8 hljóðrit
Dags | Safnmark | Efni | Heimildarmenn | # |
---|---|---|---|---|
12.10.1972 | SÁM 91/2799 EF | Anna, dóttir Lárusar bætir við frásögn föður síns úr númer 50324. | Lárus Nordal og Anna Nordal | 50325 |
12.10.1972 | SÁM 91/2799 EF | Anna segir frá Pétri sem var stjúpi móður hennar, en hann fékk eitt sinn hugboð um slys. Anna sagðis | Anna Nordal | 50326 |
12.10.1972 | SÁM 91/2799 EF | Gamansaga um Kristján Geiteying, þegar hann var að smíða járn. | Lárus Nordal og Anna Nordal | 50327 |
12.10.1972 | SÁM 91/2799 EF | Lárus fer með vísu eftir Kristján Geiteying: Imba hefur augu misst. | Lárus Nordal og Anna Nordal | 50328 |
12.10.1972 | SÁM 91/2799 EF | Lárus segir sögu af Kristjáni Geiteying, um íslenska nálhúsið. | Lárus Nordal og Anna Nordal | 50329 |
12.10.1972 | SÁM 91/2800 EF | Feðginin segja frá Kristjáni Geiteying sem sagði m.a. brauðaldin yxu á hverju strái á Íslandi. Auk | Lárus Nordal og Anna Nordal | 50330 |
12.10.1972 | SÁM 91/2800 EF | Anna segir sögu af sergeant Anderson, Andrési Fjeldsted, þegar hann upplýsti morðmál. | Lárus Nordal og Anna Nordal | 50331 |
12.10.1972 | SÁM 91/2800 EF | Lárus fer með vísu sem hann orti um ellina: Farinn að dall ögn við elli. Einnig ljóðin: Það er ekki | Lárus Nordal og Anna Nordal | 50332 |
Eiríkur Valdimarsson uppfærði 4.06.2020