Finnbogi Guðmundsson 08.01.1924-03.04.2011

<blockquote>[Finnbogi var] sonur Laufeyjar Vilhjálmsdóttur kennara og Guðmundar Finnbogasonar, heimspekings, prófessors og landsbókavarðar. <br><br> Guðmundur var sonur Finnboga Finnbogasonar, bónda á Arnarstapa í Ljósavatnsskarði, og Guðrúnar Jónsdóttur frá Belgsá, en Laufey var dóttir Vilhjálms, bónda á Rauðará við Reykjavík, sonar Björns Halldórssonar, prófasts, skálds og þfm. í Laufási í Eyjafirði. Móðir Laufeyjar var Sigríður Þorláksdóttir, prests á Skútustöðum, bróður Benedikts, afa Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra. Bróðir Vilhjálms var Þórhallur biskup, faðir Tryggva forsætisráðherra og Dóru forsetafrúar. Bróðir Guðmundar var Karl Finnbogason skólastjóri, en bróðir Laufeyjar var Halldór, skólastjóri á Hvanneyri, afi Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra. <br><br> Bróðir Finnboga var Örn, faðir Guðmundar Páls, skólastjóra Bridgeskólans og heimsmeistara í bridge. <br><br> Eiginkona Finnboga var Kristjana P. Helgadóttir læknir sem lést 1984. Þau eignuðust dótturina Helgu Laufeyju og fósturdóttur, Selmu Jónsdóttur. <br><br> Finnbogi lauk stúdentsprófi frá MR 1943 og cand.mag.-prófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1949. Hann lauk doktorsprófi frá HÍ 1961. <br><br> Finnbogi kenndi um árabil, var m.a. stundakennari við MR, aðstoðarkennari við Manitobaháskóla og sendikennari við Óslóarháskóla og Björgvinjarháskóla. Hann var einnig dósent við HÍ um tíma. Finnbogi var landsbókavörður á árunum 1964-94. Eftir hann liggur fjöldi ritverka, frumsamin og þýðingar. Hann annaðist útgáfu fjölda rita, m.a. fornrita og rita föður síns. <br><br> Finnbogi sat í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og var heiðursfélagi þess, formaður Félags íslenskra fræða og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags. Hann var formaður byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðunnar frá 1970.</blockquote> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið 8. janúar 2016, bls. 35.</p>

Staðir

Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -1943
Háskóli Íslands Háskólanemi -1961
Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólakennari -
Háskólinn í Manitoba Háskólakennari -
Háskóli Íslands Háskólakennari -
Háskólinn í Ósló Háskólakennari -
Háskólinn í Björgvin Háskólakennari -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólakennari , háskólanemi , landsbókavörður , menntaskólakennari og nemandi
77 hljóðrit

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.01.2016