Jóhann G. Jóhannsson 09.05.1955-

<p>Jóhann G. Jóhannsson er tónlistarmaður, fæddur í Reykjavík 9. maí 1955. Hann starfar sem tónskáld og píanóleikari og var tónlistarstjóri Þjóðleikhússins 1991-2010 og tónlistarstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu og Iðnó 1981-1991.</p> <p>Jóhann stundaði píanónám hjá Carl Billich (1964-'68) og síðan í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Halldóri Haraldssyni (1968-'75). Framhaldsnám í tónlist stundaði hann við Brandeis háskólann í Boston (1975-'79), þar sem kennarar hans voru meðal annars Harold Shapero, Joshua Rifkin og Conrad Pope, og síðan hjá Ingmar Bengtsson við Tónvísindastofnun Uppsalaháskóla (1979-'80).</p> <p>Jóhann hefur samið tónlist fyrir á þriðja tug leiksýninga, stjórnað tónlist í um það bil 80 leiksýningum og söngleikjum og oftast tekið þátt í þeim sem píanóleikari eða hljómsveitarstjóri. Auk leikhústónlistar af ýmsu tagi hefur Jóhann samið kammerverk, kórverk og fjölda sönglaga, meðal annars við ljóð eftir Þórarin Eldjárn og Halldór Laxness. Einnig hefur hann gert margvíslegar útsetningar fyrir sönghópa, svo sem Bláa hattinn, Út í vorið og Sætabrauðsdrengina.</p> <p>Enn fremur hefur Jóhann fengist við textagerð og þýðingar. Hann þýddi meðal annars söngleikinn ''The Phantom of the Opera'' fyrir Þjóðleikhúsið 2014 og söngtextana í söngleiknum ''Oliver!'' fyrir uppfærslu Þjóðleikhússins 2008.</p> <p align="right">Textinn er af Wikipedia-síðu um Jóhann</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Nýja kompaníið Píanóleikari 1980-10

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Píanóleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.12.2018