Sigurður Högnason 1655-1732

<p>Sonur sr. Högna Guðmundssonar í Einholti. Vígður 13. maí 1677 sem aðstoðarprestur sr. Stefáns skálds Ólafssonar í Vallanesi. Fékk EInholt árið 1678 eftir lát föður síns og hélt því til æviloka. Varð prófastur í eystri hluta Skaftafellsþings líklega árið 1703 og fékk lausn frá því árið 1722. Skv. Prestatali Sveins Níelssonar var hann vígður árið 1679 og dó 78 ára, árið 1732, eftir 53 ára þjónustu.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ. IV bindi, bls. 226. </p> <p align="right">Heimild: Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson. Bls. 27. </p>

Staðir

Vallaneskirkja Aukaprestur 13.05. 1677-1678
Einholtskirkja Prestur 1678-1732

Aukaprestur , prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 20.04.2018