Jón Einarsson 21.07.1783-1845

F. í Nesi í Aðaldal. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1807 með lélegum vitnisburði. Vígður 9. júlí 1809 að Hálsi í Hamarsfirði en flosnaði upp 1812 en virðist þó hafa setið Desjarmýri hluta þess árs. Fékk Einholt 1813, Stafafell 26. júlí 1827. Þar reis upp misklíð milli hans og sóknarfólks vegna drykkjuskapar hans og óviðkunnanlegrar háttsemi í prédikunarstólnum. Biskup áminnti hann með bréfi 18. júlí 1832. Þetta varð til þess að hann fékk Stöð í skiptum við Þorkel Árnason. Honum var svo vikið frá prestskap 17. maí 1834 þar sem hann hafði gefið ólöglega saman tvenn hjón en fallið var frá málaferlum með því að hann segði af sér 12. júlí 1835. Fékk að vinna prestverk með Jóni Jónssyni á Barði og þótti hann standa sig ágætlega þannig að biskup lagði til að hann fengi notið tillags uppgjafapresta og vann einhver prestverk eftir þetta. Hann lést af afleiðingum þess að hafa fallið úr reiða skips á Þórshöfn árið 1845. Hann þótti sæmilegur kennimaður en enginn raddmaður.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ I bindi, bls. 99.

Staðir

Stöðvarfjarðarkirkja Prestur 1833-1834
Hálskirkja Prestur 1809-1812
Stafafellskirkja Prestur 1827-1832
Einholtskirkja Prestur 1813-1827
Barðskirkja Aukaprestur 12.03.1842-1845

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 30.05.2018