Gísli Jónsson 30.09.1776-13.11.1837

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1784 með mjög góðum vitnisburði. Fékk Hóla 20.03.1817, Stærra-Árskóg 27. júní 1827 og lét af prestskap 1837. Fjöllærður maður einkum í íslenskum fræðum, féfastur en nokkuð drykkfelldur. Gat hvorki tónað né sungið og varð því að lesa allt fyrir altari.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 64-65.

Staðir

Hóladómkirkja Prestur 20.03.1817-1827
Stærri-Árskógskirkja Prestur 27.06.1827-1837

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.05.2018