Þórður Jónsson 1698-02.05.1776

Prestur. Stúdent 1718. Fékk amtmannsveitingu fyrir Reykjadal 31. janúar 1724 en biskupinn synjaði honum um vígslu. Fór utan til Hafnar og nam guðfræði og fékk nú konungsveitingu fyrir Retkjadal 1728 jafnframt því sem onungur skipaði biskupi að vígja hann. Lenti í deilum við sóknarbörn sín og var dæmdur frá embætti af biskupi og nokkrum prestum en því var hrundið í Hæstarétti. Hann hélt því embættinu þar til hann sagði af sér 12. júlí 1758. Harboe sagði hann ekki ógáfaðan eða illa gefinn en sérvitran, einrænan og hrokafullan.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 104.

Staðir

Reykjadalskirkja Prestur 1728-1758

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 31.03.2014