Páll Pálsson 17.05.1797-01.11.1861

<p>Stúdent 1815 frá Bessastaðaskóla með góðum vitnisburði. Vígður aðstoðarprestur sr. Bergs Jónssonar að Kirkjubæjarklaustri og fékk prestakallið við uppgjöf hans 25. apríl 1823 og hélt því til æviloka. Bjó framan af á Prestbakka en frá 1830 í Hörgsdal. Hann varð prófastur í Vestur - Skaftafellssýslu frá 1830 til æviloka. Varð 2. þjóðfundarfulltrúi Skaftfellinga 1851. Mikilhæfur maður og búsæll.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ IV bindi, bls. 135-6. </p>

Staðir

Kirkjubæjarklausturskirkja Aukaprestur 03.12. 1816-1823
Kirkjubæjarklausturskirkja Prestur 25.04. 1823-1861

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 31.12.2013