Guðrún Ólafsdóttir 11.12.1919-02.03.2012

... Á yngri árum, þegar Guðrún var búsett í Reykjavík, tók hún þátt í metnaðarfullri og fyrstu uppfærslu óratóríu á Íslandi (Sköpunin eftir Joseph Haydn) sem fram fór í bifreiðaskála Stein- dórs við Sólvallagötu en aðeins var einn flutningur óratóríunnar, 18. desember 1939, því rýma þurfti húsið fyrir venjulega starfsemi aftur. Á miðjum aldri tók hún upp eigin söng og undirleik á orgelið heima hjá sér á Grundig-segul- band. Fyrir örfáum árum tók hún saman þessar upptökur og gaf þær út á geisladiski fyrir vini og ættingja. Þótt upptökutækið væri ekki fullkomið fór ekki á milli mála að hún hafði mjög góða söngrödd. Á diskinum er úrval fallegra laga. Sum þessara laga hef ég ekki heyrt áður og því ánægjulegt þetta frumkvæði hennar að þess- ari útgáfu. Vonandi á einhver sönglistamaður síðar meir eftir að gera þessum lögum skil...

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 15. mars 2012.

Árið 2006 hringdi gömul kona í undirritaðann til að fá afritaðar segulbandsspólur. Hún hafði áður hringt í plötubúð og lent þar á strák sem benti á karl föður sinn þegar hann áttaði sig á erindi konunnar. Guðrún sagði segulbandstækið hætt að virka og hún gæti ekki lifað ef hún hefði ekki músíkina sína. Ég afritaði fyrir hana segulböndin og lét á disk sem ég gaf henni í nokkrum eintökum. Blessunin sem ég fékk fyrir þennan litla greiða mun áreiðanlega duga mér út lífið. Hún sagðist bara ekki trúa því að til væru svona greiðviknir og góðir menn.

Ég heimsótti Guðrúnu nokkrum sinnum í Skálagerði í tengslum við þetta viðvik og fann strax að hér ræddi ég við afar vel gefna og músíkalska konu sem hafði frá mörgu að segja. Hún hafði sem ung kona dvalist í Reykjavík og sagðist oft hafa setið eftir í kirkjunni þegar aðrir voru farnir til að hlusta á Pál Ísólfsson æfa sig á orgelið. Hún sagði mér líka skemmtilega sögu af því þegar hún ásamt vinkonu sinni fór á ball í Reykjavík. Þar bíður henni upp í dans maður sem hún ekki þekkti: „... og eins og alltaf fór ég að syngja með dansinum. Þá segist maðurinn heyra að ég hafi fallega rödd; segist heita Bjarni Böðvarsson og vera með hljómsveit í bænum. Hann spurði svo hvort ég vildi koma og prufusyngja með hljómsveitinni, hvort hann mætti ég fá símanúmerið mitt. Ég var svo óframfærin og feimin að ég sagðist frekar vilja hringja í hann. Svo hringdi ég auðvitað aldrei.“

Jón Hrólfur Sigurjónsson – 15. ágúst 2014.

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 20.05.2016