Ágota Joó 16.05.1966-

Ágota er fædd í Ungverjalandi. Hún hóf píanónám 7 ára, gekk svo í Listamenntaskóla á píanóbraut. Hún útskrifaðist frá Franz Liszt Tónlistarháskólanum í Szeged, sem pianókennari, tónfræðikennari og kórstjóri.

Ágota flutti til Íslands 1988 og kenndi við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Árið 1991 flutti hún til Njarðvíkur og kenndi þar á píanó við Tónlistarskóla Njarðvíkur [varð 1998 að Tónlistarskóli Reykjanesbæjar]. Hún var kórstjóri Kvennakórs Suðurnesja í nokkur ár og undirleikari Karlakórs Keflavíkur í mörg ár og lék m.a. inn á tvo diska með þeim. Ágota stjórnar Kvennakór Reykjavíkur og Senjórítum Kvennakórs Reykjavíkur. Hún hefur kennt við Tónskólann Do Re Mi frá árinu 2006.

Af ef Tónlistarskólans Do Re Mí (28. apríl 2016)

Staðir

Tónlistarskóli Ísafjarðar Píanókennari 1988-1991
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Píanókennari 1991-
Tónskólinn Do Re Mi Tónlistarkennari 2006-

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kvennakór Reykjavíkur Kórstjóri 2010-01

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.04.2016