Kristján Magnússon 14.01.1931-27.09.2003

<p>... Kristján ólst upp í Reykjavík, og um sex ára skeið á heimili móðurafa síns, Kristjáns Helgasonar, og ömmu sinnar, Valgerðar Halldóru Guðmundsdóttur. Árið 1953 lauk hann sveinsprófi í húsgagnabólstrun frá Iðnskólanum í Reykjavík, og árið 1969 meistararéttindum í ljósmyndun. Jafnframt stundaði hann nám í píanóleik í tónlistarskóla og í einkatímum. Á árunum 1948-1961 var hann píanóleikari í KK-sextettinum og í hljómsveit Björns R. Einarssonar. Lék síðan með ýmsum djasshópum, og frá 1981 með eigin djasskvartett. Hann vann við blaðaljósmyndun á árunum 1958-1969, rak eigin ljósmyndastofu frá árinu 1967, og á árunum 1978-1998 með tvíburabróður sínum Ingimundi. Hann var virkur radíóáhugamaður, með rekstrarleyfi frá árinu 1974. Útför Kristjáns verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 7. október 2003, bls. 34.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
GO kvintett Píanóleikari
Hljómsveit Björns R. Einarssonar Píanóleikari 1947-10 1947-12
KK-sextett Píanóleikari 1954 1954

Tengt efni á öðrum vefjum

Bólstrari , ljósmyndari og píanóleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.03.2018