Dóra Guðjónsdóttir Nordal 28.03.1928-26.05.2017

Dóra fæddist í Reykjavík, dóttir hjónanna Mörtu Magnúsdóttur húsfreyju og Guðjóns Ó. Guðjónssonar, prentara og bókaútgefanda.

Hún stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og var aðalkennari hennar Árni Kristjánsson. Að loknu burtfararprófi árið 1948 hélt hún til London til framhaldsnáms hjá Kathleen Long á árunum 1949 til 1953.

Í London kynntist Dóra Jóhannesi Nordal, síðar seðlabankastjóra, sem þar var við hagfræðinám. Þau giftu sig í Kaupmannahöfn 19. desember 1953.

Þau eignuðust sex börn. Þau eru Bera listfræðingur, f. 1954, Sigurður viðskiptafræðingur, f. 1956, Guðrún prófessor, f. 1960, Salvör heimspekingur, f. 1962, Ólöf lögfræðingur, f. 1966, d. 2017, og Marta leikari, f. 1970.

Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 27. maí 2018, bls. 4

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1948

Píanóleikari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.05.2017