Páll Jónsson (skáldi) 09.07.1779-15.09.1846
Stúdent úr heimaskóla Geirs Vídalín 1800. Aðstoðarprestur í Holtaþingum, sat í Guttormshaga, Rang. 1810-1818. Varð aðstoðarprestur á Kirkjubæ í Vm. 1818. Prestur á Kirkjubæ, Vestmannaeyjum 1822-1837. Óskaði lausnar 1837 enda verið hirðulítill um embættisgjörðir sínar. Hann var gáfumaður að upplagi en reikull í ráði og mjög drykkfelldur. Hagmæltur og átti létt með yrkingar. Drukknaði í Eystri-Rangá.
Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 126-7.
Staðir
Marteinstungukirkja | Aukaprestur | 1810-1818 |
Kirkjubæjarkirkja | Aukaprestur | 1818-1822 |
Kirkjubæjarkirkja | Prestur | 12.05.1822-1837 |
Erindi

Aukaprestur og prestur | |
Ekki skráð |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.02.2017