Hulda Björk Garðarsdóttir 24.05.1969-

<p>Hulda Björk Garðarsdóttir lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1996 og var aðalkennari hennar Þuríður Pálsdóttir. Þá stundaði hún framhaldsnám við Hochschule der Künste í Berlín árið 1997 og síðan við Royal Academy of Music í London, og lauk þaðan einsöngvaraprófi Dip RAM með láði árið 1998. Hún hefur tekið þátt í Masterclass hjá söngvurum eins og Kiri Te Kanawa, Barbara Bonney og Thomas Van Allen.</p> <p>Hulda Björk hefur sungið á óperusviði hér heima og erlendis. Þar má nefna Norsku Óperuna í Osló, Garsington Opera í Englandi og Íslensku Óperuna þar sem hún var í hópi fyrstu fastráðnu söngvaranna þar í húsi. Nýleg hlutverk hennar eru Governess í Turn of the Screw eftir Britten, Súsanna í Brúðkaupi Fígarós, Micaela í Carmen eftir Bizet og Jenufa í samnefndri óperu eftir Janacek.</p> <p>Hulda Björk hefur haldið fjölda einsöngstónleika víða um landið og erlendis, komið fram á ýmsum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar islands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og sungið einsöng með helstu kórum landsins. Hún er tíður gestur hjá Söngsveitinni Fílharmóníu, og mun koma fram á vortónleikum þeirra nú í apríl.</p> <p align="right">Salurinn í Kópavogi – fréttatilkynning 15. mars 2006.</p>

Staðir

Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1996
Konunglegi tónlistarháskólinn í London Háskólanemi -1998

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , söngkona og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.03.2016