Einar Oddsson (yngri) 1690-29.08.1755

Prestur fæddur um 1690. Stúdent frá Skálholtsskóla 1713. Varð aðstoðarprestur að Hesti 4. nóvember 1714 og fékk prestakallið að fullu 1. mars 1715 en missti prestskap fyrir frillulífisbrot 1720. Hætti því prestskap um hríð eða þar til hann fékk uppreisn árið 1728. Fékk Garða á Akranesi 6. júní 1732 en tók ekki við fyrr en 31. maí 1735 enda kom veitingabréf hans fyrir prestakallinu ekki til landsins fyrr en 1734. 25. september 1743 var hann dæmdur fyrir drykkjuskaparafglöp við embættisgerð. Fór alfarið frá Görðum 1746 og mun síðan hafa verið bráðabirgðaprestur hjá Gesti Árnasyni að Móum í veikindum hans þar til hann fékk Stað í Grindavík 1750 og hélt til dauðadags.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 377-78.

Staðir

Hestkirkja Aukaprestur 04.11.1714-1715
Hestkirkja Prestur 01.03.1715-1717
Akraneskirkja Prestur 06.06.1732-1743
Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi Aukaprestur 1746-1750
Staðarkirkja í Grindavík Prestur 1750-1755

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.06.2014