Alexandra Chernyshova 18.10.1979-

<p>Alexandra er fædd í Úkraínu, nam við tónlistarháskólann í Kiev og lauk söng- og kennaraprófi í óperusöng 2003 frá tónlistarháskólanum í Odessa. Hún lauk meistaranámi í menningarstjórnun frá háskólanum Kiev árið 2011 og M.Mus. gráðu frá Listaháskóla Íslands tveimur árum síðar. Einnig hefur hún kennsluréttindi í ensku, spænsku og bókmenntum frá háskólanum í Kiev. Alexandra hefur sungið í öllum helstu óperuhúsum Úkraínu, útvarpi og sjónvarpi og á alþjóðlegum sönghátíðum í Úkraínu, Þýskalandi, Moldóvíu, Ítalíu, Litháen, Eistlandi og á Íslandi. </p> <p> Alexandra flutti til Skagafjarðar 2003 og stofnaði þar söngskóla og stúlknakór og starfrækti óperu. Hún tók þátt í söngkeppni árið 2013 í New York og var valin úr 400 þátttakendum til að syngja á Alþjóða nútíma óperuhátíðinni í New York. Á liðnu ári söng hún hlutverk Ragnheiðar í konsertuppfærslu á óperu hennar og Guðrúnar Ásmundsdóttur Skáldið og biskupsdóttirin í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Sama ár hlaut hún viðurkenningu frá forseta Íslands fyrir störf og afrek á sviði menningar.</p> <p>- - - - -</p> <p>Alexandra was born in Ukraine and studied at the University of Kiev and the Music Academy in Odessa where she received her degree in 2003 as an opera singer and teacher. She holds a master's degree in cultural management, as well as a diploma in teaching English, Spanish and literature from the University of Kiev and also M.Mus. degree from the Iceland Academy of the Arts. She has performed in all major opera houses in Ukraine, on the radio and television and participated in international song festivals in Ukraine, Germany, Moldova, Italy, Lithuania, Estonia and Iceland.</p> <p>After moving to North Iceland in 2003, she founded a singing school, girl's choir and an Opera House. In 2013 she was selected from 400 participants to sing in the Contemporary Opera Center in New York. Last year she sang the leading role in her opera The Poet and the Bishop's Daughter - with lyrics by Guðrún Ásmundsdóttir - in a concert performance at the Saurbær Church of Hallgrímur Pétursson. The same year she received an award from the president of Iceland for outstanding achievement in music.</p> <p>Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – tónleikaskrá 4. ágúst 2015.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.08.2015