Kjartan Óskarsson 13.02.1954-

<p><strong>Foreldrar:</strong> Þórarinn Óskar Helgason, verkamaður og sjómaður í Hafnarfirði, f. 14. júní 1935, d. 29. júní 1974, og Elín María Kjartansdóttir, skrifstofumaður á Selfossi og síðar starfsmaður Sólvallaskóla á Selfossi, f. 25. febr. 1930 á Uxahrygg, Rangárvallahr. , Rang.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum á Selfossi 1970 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1974; lærði á klarinettu við Tónlistarskóla Árnessýslu 1966-1970; innritaðist í Tónlistarskólann í Reykjavík 1972 og lauk þaðan blásarakennaraprófi og einleikaraprófi á klarinettu vorið 1976; stundaði framhaldsnám við Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Vínarborg, Austurríki frá hausti 1976 og lauk þaðan prófi í klarinettuleik vorið 1981.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Hefur verið fastráðinn klarinettuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá hausti 1982; var kennari við Tónlistarskóla Kópavogs 1974-1976, Franz Schubert Konservatorium í Vínarborg 1979-1981 og við Royndarmúsíkskúlan og stjórnandi lúðrasveitarinnar GHM í Þórshöfn í Færeyjum 1981-1982; kennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur 1982-1984 og Tónlistarskóla Kópavogs 1982-1992; hefur verið kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík frá 1985, deildarstjóri blásarakennaradeildar skólans og stjórnandi blásarasveitar og hljómsveitar skólans; stjórnandi Lúðrasveitarinnar Svans 1982-1987; félagi í Haydn-félaginu, Chalumeaux-tríóinu og karnmer-tónlístarhópnum Oeto; stofnaði Blásarasveit Reykjavíkur í ársbyrjun 1999 ásamt Tryggva M. Baldvinssyni; hefur komið fram sem stjórnandi Lúðrasveitar æskunnar, málmblásarasveitarinnar Serpent og fleiri slíkra hópa; frá hausti 1982 hefur hann tekið þátt í allflestum uppfærslum Íslensku óperunnar og auk þess leikið í hljómsveitum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu; hefur verið þáttagerðarmaður hjá RÚV frá 1998.</p> <p><strong>Útgefin verk:</strong></p> <p>Hefur gert fjölmargar hljóðritanir fyrir RÚV og Útvarp Færeyja; gaf ásamt Hrefnu Eggertsdóttur, píanóleikara. út hljómdisk með sónötum fyrir klarinett og píanó eftir Gustav Jenner, Victor Urbancic og Joseph Rheinberger; hefur einnig leikið á mörgum hljómdiskum. m.a. Gran Partitta eftir Mozart með Blásarakvintett Reykjavíkur og félögum; Kammerverk eftir Pál P. Pálsson; Portrait eftir Jónas Tómasson; í Skilaboðaskjóðunni í Þjóðleikhúsinu; söngleiknum Evu Lunu og söngleik eftir Ágúst Guðmundsson í Borgarleikhúsinu: lög eftir Jóhann Helgason; Vikivaka, söngva frá sögueyjunni og hefur auk þess leikið á flestum þeim fjölmörgu hljómdiskum sem Sinfóníuhljómsveti Íslands hefur gefið út á undanförnum árum.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 215-216. Sögusteinn 2000.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Skólastjóri 2003-
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarkennari 1985-
Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -1974
Tónlistarskóli Árnesinga Tónlistarnemandi 1966-1970
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1972-1976
Tónlistarháskólinn í Vínarborg Tónlistarnemandi 1976-1981
Tónlistarskóli Kópavogs Tónlistarkennari 1974-1976
Franz Schubert Konservatorium - Wien Tónlistarkennari 1979-1981
Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarkennari 1982-1984
Tónlistarskóli Kópavogs Tónlistarkennari 1982-1992

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveitin Svanur Stjórnandi 1982 1987
Sinfóníuhljómsveit Íslands Klarínettuleikari 1982 2003

Tengt efni á öðrum vefjum

Uppfært 29.12.2014