Vernharður Þorkelsson 08.07.1785-26.06.1863

Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1808 með meðalvitnisburði. Fékk Nes 24. mars 1817, Skinnastaði 28. október 1825, Hítarnes 28.20. 2836 og Reykholt 11. október 1852 og lét þar af prestskap 1862 en dvaldi samt þar til æviloka. Var góður ræðumaður og ástsæll, þótt hann væri talinn nokkuð drykkfelldur, starfs- og framfaramaður mikill og skáldmæltur. Sigurður Breiðfjörð orti um hann þessa vísu sem öll sóknarbörnin vildu kveðið hafa: Vernharð prest ég virða má í vinaflokki bjartra. Hann hefur öðlast ofan frá anda sinn og hjarta. Hann þótti fyrirhyggjusamur og lét smíða kistu sína í lifandi lífi og sömuleiðis sauma líkklæðin. Hann var afi Jóhanns Þorkelssonar, dómkirkjuprests.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 42-43.

Staðir

Skinnastaðarkirkja Prestur 1825-1836
Reykholtskirkja-gamla Prestur 1852-1862
Neskirkja Prestur 24.03.1817-1825
Prestur 28.10.1836-1852
Hítarneskirkja Prestur 28.10.1836-1852

Guðni Sig. Óskarsson uppfærði 18.12.2017