Frank Thorolfsson 1914-1977

Faðir Franks, Halldór Þórólfsson, var söngvari og stjórnandi kirkjukórs á vegum Winnipeg Choral Society. Frank lærði meðal annars hjá Ragnari H. Ragnar í Winnepeg og hljómsveitarstjórn á námsstyrk við McGill háskóla. Frank nam við Chicago Musical College 1947-1952. Hann kenndi og starfaði sem tónlistarmaður í Bandaríkjunum og Kanada þar sem hann stjórnaði meðal annars the Winnipeg Chamber Orchestra. Af tónverkum Franks má nefna óperuna The Qu'Appella River Legend (1955) og Saskatchewan Scenes fyrir píanó (1957).

Frank Thorolfsson, ungur og ágætlega menntaðu hljómfræðingur í Winnipeg, hefir verið ráðinn stjórnandi symfonyhljómsveitar háskólastúdenta í borginni. Stjórnaði hann hljómsveitinni í fyrsta skipti opinberlega í janúar síðasthðnum, og fór það fram í aðal-söngsal Winnipegborgar, sem er geysistórt og glæsilegt samkomuhús. Sönglistardómendur dagblaðanna fóru mjög lofsamlegum orðum um túlkun Franks Thorolfssonar á viðfangsefnum hans. En í Winnipeg er allströng gagnrýni á sönglist. Frank Thorolfsson er einnig tónskáld, og vekja lög hans vaxandi athygli.

Alþýðublaðið. 12. apríl 1942, bls. 7 (sjá tilvitnun hér neðar)


Tengt efni á öðrum vefjum

Organisti, píanóleikari, stjórnandi og tónskáld

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.06.2017