Oddur Hallgrímsson 02.03.1819-25.04.1882

<p>Prestur. Varð stúdent 1845 og var við barnakennslu næsta vetur, sigldi þá til Hafnar þar sem hann bilaðist á geði. Kom heim og varð að þreyta stúdentspróf að nýju og lauk svo Prestaskólanum 1850. Var lengi barnakennari. Vígðist 29. september 1861 aðstoðarprestur í Skarðsþingum og fékk Gufudal 11. nóvember 1871 og hélt til æviloka. Hann var grandvar maður í öllu lífi sínu, hógvær, skyldurækinn og fékk gott orð. Á geðveiki hans bar ekki mikið en þótti stundum utan við sig.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 13. </p>

Staðir

Skarðskirkja Aukaprestur 27.09. 1861-1871
Gufudalskirkja Prestur 11.11. 1871-1882

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.12.2018