Gamalíel Þorleifsson 22.08.1769-16.08.1846

Prestur. Stúdent 1789. Vígðist aðstoðarprestur að Laufási 17. júní 1792 en veiktist af flogaveiki og gat ekki sinnt prestverkum. Þjónaði Knappstöðum 1804, fékk Hvanneyri á SIglufirði 28. maí 1812 og Myrká 12. janúar 1820. Lét af prestskap 1846. Lágur vexti og þrekinn, ráðsettur og siðprúður, vel gefinn og góður kennimaður, hagorður, meira hneigður til bókar en búskapar.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 29.

Staðir

Knappsstaðakirkja Prestur 1804-1804
Laufáskirkja Aukaprestur 17.06.1792-1792
Hvanneyrarkirkja Prestur 28.05.1812-1820
Myrkárkirkja Prestur 12.01.1820-1846

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.03.2017