Einar Guðbrandsson 28.03.1775-21.11.1842

<p>Prestur. Stúdent frá Reykjavíkurskóla eldra 13. júní 1797. Vígðist 5. júlí 1801 aðstoðarprestur í Hvammi í Norðurárdal og var það til 1805. Fékk Hjaltabakka 26. nóvember 1814 og Auðkúlu 16. nóvember 1840 og var þar til dauðadags. Hann var ljúfmenni, snotur í öllum prestverkum, góður söngaður og hagleiksmaður. Lagði stund á bókband og lækningar og farnaðist allvel.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 350-51. </p>

Staðir

Hvammskirkja Aukaprestur 05.07.1801-1805
Hjaltabakkakirkja Prestur 26.11.1814-1840
Auðkúlukirkja Prestur 16.11.1840-1842

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 4.07.2016