Jón Ragnar Kjartansson 24.10.1919-13.01.2014

<p>Jón Ragnar varð snemma mikill tónlistaráhugamaður. Sem dæmi þar um sat hann oft inn á Hótel Íslandi þar sem evrópskir tónlistarsnillingar léku klassíska tónlist í kaffitímanum. Þeir tóku eftir þessum unga blaðsöludreng sem sat yfir límonaðiflösku og hlustaði í hrifningu á flutninginn. Ekki þótti þeim síður eftirtektarvert þegar þeir buðu honum að kjósa sér lög að hann bað um <i>Eine Kleine Nachtmusik</i> eftir Mozart sem hann hafði þá heyrt í nýstofnuðu Ríkisútvarpinu.</p> <p>Á yngri árum söng Jón Ragnar <i>Gluntana</i> eftir Wennerberg á skemmtunum með vini sínum Agli Bjarnasyni en mest yndi hafði hann þó af kórsöng. Hann söng með fjölda kóra. Áratugi í Dómkórnum ásamt Hjálmari bróður sínum og lengi með Þjóðleikhúskórnum og tók þar þátt í öllum óperuuppfærslum. Danskir óperusöngvarar sem heyrðu Jón Ragnar syngja fannst svo mikið til koma að þeir buðu honum til náms við Konunglega leikhúsið&nbsp;í Kaupmannahöfn. Ekkert varð þó úr þar sem Jón Ragnar var þá kominn með stóra fjölskyldu og þótti hugmyndin óframkvæmanlegt.</p> <p>Jón Ragnar var með um tíma með tónlistarþætti í Útvarpinu og safnaði þá í bók lista yfir útgefnar hljómplötur á Íslandi frá upphafi til 1956. Var sú bók lengi notuð á tónlistardeild Ríkisútvarpsins og kölluð Jónsbók. Það var eina bókin í heiminum með tæmandi lista yfir hljómplötuútgáfu eins lands frá upphafi.</p> <p align="right">Tekið saman úr minningargreinum - Jón Hrólfur.</p>

Staðir

Miðbæjarskólinn í Reykjavík Nemandi -
Austurbæjarskóli Nemandi -
Verzlunarskóli Íslands Nemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Útvarpskórinn Kórsöngvari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 31.10.2020