Jón Jónsson Reykjalín -1857

<p>Prestur. Stúdent úr heimaskóla Geirs biskups Vídalín. Vígðist 18. mars 1810 aðstoðarprestur föður síns í Glæsibæ. Fékk Glæsibæ 13. júní 1817, varð þar sekur um hórdómsbrot og settur frá embætti 1820. Um líkt leyti var hann grunaður um skjalafals og var hann dæmdur í sektir. Sakir gefnar upp 1820 og 1822. Þjónaði Hvammi í Laxárdal í eitt og hálft ár til 1824. Fékk Fagranes 13. júní 1824 og Ríp 16. mars 1839. Fékk Heydali 23. apríl 1857 en andaðist á leiðinni þangað. Hann var gáfumaður mikill, snjall ræðumaður og söngmaður ágætur en drykkfelldur og ráðlítill. Dagbækur hans hafa varðveist í Landsbókasafni.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 249-50. </p>

Staðir

Rípurkirkja Prestur 16.03.1839-1857
Fagraneskirkja Prestur 13.06.1824-1839
Glæsibæjarkirkja Aukaprestur 18.03.1810-1817
Fagraneskirkja Prestur 13.06.1817-1824

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 28.09.2017