Runólfur Runólfsson 12.03.1849-16.01.1950

<p>„... Ólzt Runólfur upp með foreldrum sínum á Klauf og síðar í Nýjabæ í sömu sveit, er þau fluttu þangað. Hann hefir víst tekið vexti og náð þroska og þreki fyrir eða um tvítugt, því að um það leyti er hann sjómaður í Mýrdal.</p> <p>Árið 1871 er hann sjómaður á „Dyrhóling“, skipi, sem fórst (ásamt öðrum) á góuþrælinn i Dyrhólahöfn. Var Runólfur einn af þremur, á því skipi, er af komust, þann mikla manntapadag. Mun hann þá hafa verið „bandamaður“, en það starf er engum liðleskjum falið.</p> <p>Þá er Runólfur var á sextugsaldur kominn var ég á skipi með honum eina vertíð, fór hann þá „utan undir“, en þeir (tveir) eiga að verja skipi að falla á sjó, undan útsogi og er kalt verk og karlmannlegt. Það starf hafði hann öll síðustu ár sjómennsku sinnar, eða fram á áttræðisaldur, þá mörg ár sjó maður hjá Guðbrandi vitaverði. Mörg störf fóru Runólfi vel úr hendi, en sennilega til engra betur fallinn en sjávarverka, enda stundað þau, á vetrarvertíð, óslitið, meira en hálfa öld.</p> <p>Árið 1878 kvæntist Runólfur Guðrúnu Ólafsdóttur frá Ytri Sólheimum og að ég hygg afkomanda Eyjólfs Alexanderssonar, er flúði hingað frá Skaftáreldum. Var hún vel gefin, gerfileg, tápkona.</p> <p>Runólfur er prýðilega greindur maður, orðheppinn og orðhvass, ef því var þörf að skipta. Frá því á unga aldri mun hann hafa verið betur skrifandi en margur lærður og skriftfær maður, fyrri og síðari tima, skrifaði upp, meðal annars, almanök, árum saman, á öldinni sem leið. Forsöngvari var hann víst áratugum saman og talínn góður söngmaður. Hann var í bezta lagi búhagur, var um langt skeið orðlagður íláta- og áhaldasmiður...“</p> <p align="right">Úr grein um Runólf hundrað ára. Tíminn. 12. mars 1949, bls. 3</p>

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

1 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
11.03.1949 Runólfur Runólfsson

Viðtöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Bóndi og sjómaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Uppfært 12.11.2015