Loptur Rafnkelsson 1703-1752

Varð aðstoðarprestur í Holti, líklega 1727 eða um það bil. Missti prestskap vegna of bráðrar barneignar með konu sinni 1735 . Fékk Kross engu að síður seint í sama mánuði. Veiktist vorið 1747 og gat lítt sinnt preststörfum eftir það enda bættist ofan á sturlun á geði. Varð þess vegna fyrir kærum fyrir ósæmilega hegðun og dæmdur frá kjóli og kalli 1750. Fór utan til Hafnar til þess að fá hæstaréttarstefni en andaðist í Höfn snemma árs 1752. Harboe telur hann ólærðan, mjög ágjarnan og jafnvel okrara.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 398.

Staðir

Holtskirkja undir Eyjafjöllum Aukaprestur -1735
Krosskirkja Prestur 1735-1750

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 30.01.2014