Atli Bollason 02.05.1985-

<p>tli fæddist í Reykjavík og átti heima á Neshaga 12 til tveggja ára aldurs, síðan í Rochester í New York-fylki í tvö ár meðan foreldrar hans voru við nám, þá aftur í sömu íbúðinni í Vesturbænum en í desember 1990 flutti fjölskyldan í Fossvoginn þar sem foreldrar hans búa enn þó Atli hafi hleypt heimdraganum 2005 og búið í miðbænum að mestu leyti síðan. Hann var í Fossvogsskóla og Réttarholtsskóla, lauk stúdentsprófi frá MH vorið 2004, lauk BA-gráðu í almennri bókmenntafræði frá HÍ vorið 2007 og meistaraprófi í enskum bókmenntum frá Concordia University í Montréal í Kanada haustið 2011.</p> <p>Atli hefur unnið við skipulagn- ingu kvikmyndahátíðarinnar RIFF á hverju ári frá árinu 2005 að tveimur árum undanskildum. Hann var ritstjóri Stúdentablaðsins veturinn 2007-2008, var kynningarstjóri Forlagsins næsta vetur og er nú hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Jónsson &amp; Le’macks. Auk þess hefur hann verið tónlistargagnrýnandi og greinarhöfundur fyrir Morgunblaðið, Reykjavík Grapevine og DV: „Þessi blaðamennska hefur hentað mér vel því ég er greiningarglaður og hef gaman af því að velta fyrir mér merkingu hlutanna í stóru samhengi. Ég hef áhuga á straumum og stefnum í menningu og listum, hvort sem um er að ræða krúttkynslóð eða hipstera.“</p> <p>Atli hefur skrifað smásögur og ljóð sem birst hafa á prenti hérlendis og í Kanada auk þess sem hann hefur þýtt á og úr ensku. „En þekktustu skrif mín eru líklega lagatextar fyrir Hjaltalín, Gusgus og Helga Björnsson. Ég lærði á píanó frá níu ára aldri og fyrsti píanókennarinn minn, Guðrún Óskarsdóttir í Tónlistarskóla Kópavogs, hvatti mig til að semja lög sem ég og gerði. Ég byrjaði 11 ára að fikta í raftónlistarstúdíói Sverris, bróður míns, og samdi þá fjölmörg lög. Ég og vinur minn Leó Stefánsson sömdum aragrúa af raftónlist á unglingsárunum og í félagi við Kára Hólmar Ragnarsson rákum við fönkhljómsveitina Nortón sem hét áður Frír bjór og komst undir því nafni í úrslit Músíktilrauna 2000. Síðustu árin var Högni Egilsson gítarleikari í þeirri hljómsveit.“</p> <p>Atli var einnig í hljómsveitinni SAAB í MH, en árið 2006 gekk hann til liðs við nokkra gamla SAAB-limi í hljómsveitinni Sprengjuhöllinni sem gaf út tvær vinsælar plötur árin 2007 og 2008. „Ég fikta enn við raftónlist en fæ nú helst útrás sem plötusnúður og spila sem slíkur tvisvar til þrisvar í mánuði.“</p> <p>Atli var formaður nemendaráðs Réttarholtsskóla, sat í stjórn málfundafélagsins, listafélagsins og Fréttapésa í MH, starfaði með Röskvu í HÍ og var varaformaður Stúdentaráðs HÍ veturinn 2006- 2007. Í grunn- og menntaskóla keppti hann með góðum árangri í ræðumennsku og hlaut m.a. titilinn ræðumaður Íslands í úrslitakeppni MORFÍS vorið 2002.</p> <p>Að undanförnu hefur Atli leikið í styttri og lengri kvikmyndum eftir vin sinn Alexander Carson sem býr og starfar í Toronto og nú síðast í stuttum vefþáttum sem nefnast Cloud of Ash. Hann hefur unnið með Hörpu að gagnvirkum lista- verkum á glerhjúp tónlistarhússins og er mjög hugfanginn af því verkefni en þar mætist áhugi hans á tækni og list...</p> <p align="right">Sjá nánar „Rýnir í, semur, skrifar og spilar lög og texta“; grein um Atla í Morgunblaðinu 2. maí 2015, bls. 42-43.</p>

Staðir

Tónlistarskóli Kópavogs Tónlistarnemandi -
Réttarholtsskóli Nemandi -
Menntaskólinn við Hamrahlíð -2004
Háskóli Íslands Háskólanemi 2004-2007
Fossvogsskóli Nemandi -
Concordia háskóli Háskólanemi -2011

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sprengjuhöllin Söngvari og Hljómborðsleikari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Blaðamaður , bókmenntafræðingur , háskólanemi , lagahöfundur , leikari , ljóðskáld , nemandi , raftónlistarmaður , rithöfundur , textahöfundur og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.12.2015