Jón Jónsson (litli) -09.11.1767

Prestur. Stúdent 1739 frá Hólaskóla. Vígðist 27. janúar 1743 aðstoðarprestur Jóns Bjarnasonar að Blöndudalshólum og fékk það prestakall 1746, Upsir 1755 og Stærri-Árskóg 12. september 1765 og var þar til dauðadags. Harboe gaf honum sæmilegan vitnisburð enda þótti hann skarpur til náms. Hann var skáldmæltur en mjög fátækur enda vandist hann á drykkjuskap í Blöndudalshólum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 182.

Staðir

Blöndudalshólakirkja Aukaprestur 27.01.1743-1746
Blöndudalshólakirkja Prestur 1746-1755
Upsakirkja Prestur 1755-1765
Stærri-Árskógskirkja Prestur 12.09.1765-1767

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.03.2017