Ingimar Eydal 20.10.1936-10.01.1993

Ingimar fæddist á Akureyri. Foreldrar hans voru Hörður Ólafur Eydal, starfsmaður Mjólkursamlags KEA á Akureyri, og Pálína Indriðadóttir húsfreyja. Hörður var sonur Ingimars Eydals, kennara og ritstjóra Dags á Akureyri, af ætt Gríms græðara og Hvassafellsætt, og Guðfinnu Jónsdóttur. Pálína var dóttir Indriða Finnbogasonar, sjómanns á Fáskrúðsfirði, og Guðnýjar Magnúsdóttur.

Albræður Ingimars: Finnur Eydal, kennari og tónlistarmaður á Akureyri sem lést 1996, og Gunnar Eydal, lögfræðingur og fyrrv. skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar, en hálfbróðir Ingimars er Kristbjörn Eydal fiskmatsmaður.

Eftirlifandi eiginkona Ingimars er Ásta Sigurðardóttir sjúkraliði og eignuðust þau fjögur börn.

Ingimar lauk kennaraprófi frá KÍ 1957 og stundaði viðbótarnám við KHÍ. Hann kenndi við Tónlistarskólann á Dalvík 1964-66 og við Gagnfræðaskólann á Akureyri um langt árabil frá 1967.

Ingimar hóf að spila fyrir dansi þrettán ára með Karli Adolfssyni á Hótel Norðurlandi, spilaði í Alþýðuhúsinu á Akureyri 1952-54, á Hótel KEA 1954-56, á Hótel Borg 1956-57 og í Alþýðuhúsinu 1956-63. Hann stofnaði eigin hljómsveit 1962 sem lék í Sjallanum á Akureyri um margra áratuga skeið.

Ingimar var einn vinsælasti hljómsveitarstjóri hér á landi, fjölhæfur tónlistarmaður, hjartahlýr og bráðskemmtilegur. Segja má að persóna hans, hljómsveitin og Sjallinn hafi verið eitt helsta kennimark Akureyrar í áratugi.

Ingimar var varabæjarfulltrúi á Akureyri, sat í Umhverfismálanefnd Akureyrar, var formaður Akureyrardeildar Norræna félagsins, sat í stjórn Akureyrardeildar KEA, í Æskulýðsráði og Áfengisvarnanefnd, var æðstitemplar stúkunnar Brynju, þingtemplar Eyfirðinga og lengi stjórnarformaður fyrirtækja IOGT á Akureyri.

Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 20. október 2014, bls. 23.

Byrjar í bransanum segir hann um mitt sumar 1963 þegar Sjallinn á Akureyri var opnaður...

Staðir

Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar Tónlistarkennari 1964-1966
Barnaskóli Akureyrar Tónmenntakennari -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Atlantic-kvartettinn Píanóleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Hljóðfæraleikari, söngkennari, tónlistarkennari, tónlistarmaður og tónmenntakennari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.12.2016