Ingimar Eydal 20.10.1936-10.01.1993

<p>Ingimar fæddist á Akureyri. Foreldrar hans voru Hörður Ólafur Eydal, starfsmaður Mjólkursamlags KEA á Akureyri, og Pálína Indriðadóttir húsfreyja. Hörður var sonur Ingimars Eydals, kennara og ritstjóra Dags á Akureyri, af ætt Gríms græðara og Hvassafellsætt, og Guðfinnu Jónsdóttur. Pálína var dóttir Indriða Finnbogasonar, sjómanns á Fáskrúðsfirði, og Guðnýjar Magnúsdóttur.</p> <p>Albræður Ingimars: Finnur Eydal, kennari og tónlistarmaður á Akureyri sem lést 1996, og Gunnar Eydal, lögfræðingur og fyrrv. skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar, en hálfbróðir Ingimars er Kristbjörn Eydal fiskmatsmaður.</p> <p>Eftirlifandi eiginkona Ingimars er Ásta Sigurðardóttir sjúkraliði og eignuðust þau fjögur börn.</p> <p>Ingimar lauk kennaraprófi frá KÍ 1957 og stundaði viðbótarnám við KHÍ. Hann kenndi við Tónlistarskólann á Dalvík 1964-66 og við Gagnfræðaskólann á Akureyri um langt árabil frá 1967.</p> <p>Ingimar hóf að spila fyrir dansi þrettán ára með Karli Adolfssyni á Hótel Norðurlandi, spilaði í Alþýðuhúsinu á Akureyri 1952-54, á Hótel KEA 1954-56, á Hótel Borg 1956-57 og í Alþýðuhúsinu 1956-63. Hann stofnaði eigin hljómsveit 1962 sem lék í Sjallanum á Akureyri um margra áratuga skeið.</p> <p>Ingimar var einn vinsælasti hljómsveitarstjóri hér á landi, fjölhæfur tónlistarmaður, hjartahlýr og bráðskemmtilegur. Segja má að persóna hans, hljómsveitin og Sjallinn hafi verið eitt helsta kennimark Akureyrar í áratugi.</p> <p>Ingimar var varabæjarfulltrúi á Akureyri, sat í Umhverfismálanefnd Akureyrar, var formaður Akureyrardeildar Norræna félagsins, sat í stjórn Akureyrardeildar KEA, í Æskulýðsráði og Áfengisvarnanefnd, var æðstitemplar stúkunnar Brynju, þingtemplar Eyfirðinga og lengi stjórnarformaður fyrirtækja IOGT á Akureyri.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 20. október 2014, bls. 23.</p> <p>Byrjar í bransanum segir hann um mitt sumar 1963 þegar Sjallinn á Akureyri var opnaður...</p>

Staðir

Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar Tónlistarkennari 1964-1966
Barnaskóli Akureyrar Tónmenntakennari -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Atlantic-kvartettinn Píanóleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Hljóðfæraleikari , söngkennari , tónlistarkennari , tónlistarmaður og tónmenntakennari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.12.2016