Bergþóra Árnadóttir 15.02.1948-08.03.2007

<p>... Bergþóra ólst upp við söng og hljóðfæraslátt í Hveragerði og byrjaði ung að semja lög við ljóð íslenskra skálda. Fyrstu lög Bergþóru komu út á safnplötunni Hrifum 2 árið 1975. Tveimur árum síðar kom Eintak út, en það var hennar fyrsta sólaplata. Á árunum 1982 til 1987 kom síðan hver platan á eftir annarri: Bergmál, Afturhvarf, barnaplatan Ævintýri úr Nykurtjörn (sem var samstarfsverkefni með Geir Atle og Aðalsteini Ásbergi Sigurðssyni) og Það vorar (sem var samstarfsverkefni með fiðlusnillingnum Graham Smith). Síðasta platan hennar, Í seinna lagi, kom út 1987 en sú plata varð fyrsta verkefni hérlendis til að vera tekið upp beint fyrir sjónvarp og útgáfu. Bergþóra sendi einnig frá sér kassettuna Skólaljóð, en henni var ætlað að hjálpa börnum að læra ljóð utanbókar með söng. Þá komu út eftir hana lög á fjölda safnplatna. Einnig vann hún um nokkurt skeið með hljómsveitinni Hálft í hvoru en hún var einn af stofnendum hennar.</p> <p>Milli þess sem Bergþóra sendi frá sér plöturnar fór hún ófáar hringferðir um landið og spilaði m.a. fyrir verkafólk, á elliheimilum og á sjúkrahúsum. Þá fékk hún til liðs við sig marga af færustu hljóðfæraleikurum landsins til tónleikahalds um landsbyggðina. Bergþóra var einn af upphafsmönnum Vísnavina. Þá átti hún frumkvæði að því að fara á Litla-Hraun og spila fyrir fangana þar og tók gjarnan með sér aðra tónlistarmenn, m.a. Bubba Morthens. Bergþóra og þáverandi eiginmaður hennar Þorvaldur Ingi gáfu út flestar plötur Bergþóru á tímabilinu 1982 til 1987 og hét útgáfa þeirra Þor. Þau aðstoðuðu við útgáfu á hljómplötum eftir aðra. Má þar nefna Rimlarokk með hljómsveit sem stofnuð var af föngum á Litla-Hrauni og Sokkabandsárin með Ásthildi Cesil Þórðardóttur. Bergþóru verður minnst sem mikils friðarsinna, baráttukonu fyrir kvenfrelsi, náttúruvernd og herlausu landi.</p> <p>Bergþóra fluttist til Danmerkur árið 1988 eftir skilnað hennar og Þorvaldar. Hún hafði unnið mikið með vísnavinum á Norðurlöndum og átti betur tök á að halda því starfi áfram á meginlandinu. Hún varð fyrir alvarlegu umferðarslysi árið 1993. Hún varð að snúa sér að öðrum viðfangsefnum en að helga líf sitt tónlistargyðjunni en hún náði sér aldrei að fullu eftir þau örkuml sem hún hlaut við slysið. Lög og ljóð hélt hún engu að síður áfram að semja en því miður tók hún ekki upp nema örfá lög eftir slysið. Hún hélt áfram að flytja inn og hvetja tónlistarmenn frá Norð- urlöndum til að koma til Íslands og ber þar helst að nefna Kim Larsen. Lög Bergþóru má einnig finna á hljómplötum vísnasöngvara frá Norðurlöndum.</p> <p>Þegar Bergþóra varð fimmtug tóku velunnarar, vinir og fyrrver- andi samstarfsmenn sig saman og gáfu út safnplötuna Lífsbókina...</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 31. mars 2007, bls. 44</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hálft í hvoru 1981

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

2 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
31.03.1983 HérVHún Fræðafélag 048 Vorvaka á Hvammstanga. Helgi Ólafsson kynnir Bergþóru Árnadóttur og Gísla Helgason sem spila og syng Helgi Ólafsson , Gísli Helgason og Bergþóra Árnadóttir 42032
31.03.1983 HérVHún Fræðafélag 048 Vorvaka á Hvammstanga. Bergþóra Árnadóttir syngur og Gísli Helgason leikur á flautu. Sum lögin eru v Gísli Helgason og Bergþóra Árnadóttir 42034

Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari , skáld og söngkona

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 5.02.2016