Sigríður Sveinsdóttir (Sigga Sveins) 27.11.1946-18.04.2021

<p>Sigríður ólst upp í Kringlumýrinni í Reykjavík og gekk í Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla. Hún hóf nám í píanóleik hjá Helgu Laxness og síðan í Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1956 hjá Rögn- valdi Sigurjónssyni. Sigríður lauk verzlunarskólaprófi 1965 og píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1969. Kennarar hennar þar voru Rögnvaldur Sigurjónsson og Hermína S. Kristjánsson. Hún stundaði nám í píanóleik hjá Árna Kristjánssyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík 1969-71 og nám í píanómeðleik hjá prófessor Rex Stephens í London 1971-72.</p> <p>Sigríður vann skrifstofustörf á sumrin í Stjórnarráði Íslands frá 1965. Hún sinnti heima- kennslu á árunum 1966-79 og kenndi í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á árunum 1967-69 og 1972-73. Hún kenndi lengst af á píanó við Tónmenntaskólann í Reykjavík, frá 1969 til 1994 að undanskildu einu ári þegar hún stundaði nám á Englandi. Sigríður var formaður Félags tónlistarskólakennara frá 1988 til 99 og var síðan fulltrúi félagsins til 2002. Hún lauk starfsævi sinni sem fulltrúi í Kennarasambandi Íslands þar sem hún hafði umsjón með félagatali KÍ frá 2002 til 2013.</p> <p>Sigríður vann ýmiss konar félagsstörf alla tíð. Hún sat í fyrstu stjórn Félags píanókenn- ara 1970-71, í stjórn Félags tón- listarkennara 1973-76 og í varastjórn Félags tónlistarkennara 1977-81. Sigríður tók sæti í stjórn nýstofnaðs Félags tónlistarskólakennara (FT) og sat í stjórn 1982-84. Hún sat í ýmsum nefndum og ráðum á vegum FT, m.a. nefnd um málefni tónlistarskólanna á vegum menntamálaráðherra, samstarfsnefnd tónlistarfræðslunnar og starfskjaranefnd árið 1989; nefndin starfaði samkvæmt kjarasamningi frá 1987 milli FT og FÍH annars vegar og fjármálaráðuneytisins og launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga hins vegar. Sigríður sat í stjórn Kennarasambands Íslands 1989- 94 og var í Tónlistarráði Íslands frá 1992 til 1999. Sigríður var kjörin heiðursfélagi Félags tónlistarskólakennara árið 2012. Sigríður var félagi í Soroptimistaklúbbi Bakka og Selja frá árinu 1988 og tók virkan þátt í starfi hans meðan heilsan leyfði.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 3. maí 2021, bls. 20</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1969
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Píanókennari 1967-1969
Tónmenntaskóli Reykjavíkur Píanókennari 1969-1994
Verzlunarskóli Íslands Nemandi -1965
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Píanókennari 1972-1973

Skjöl


Nemandi , píanókennari og tónlistarnemandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.05.2021