Guðlaugur Sigurðsson (Laugi póstur) 19.02.1891-02.07.1971

<p>Frétt á vef Ljóðaseturs Íslands 15.08.2011: „ Laugi póstur "kominn heim". Nokkrir afkomendur Lauga pósts afhentu Ljóðasetrinu á dögunum glæsilega gjöf. Þar var um að ræða handskrifaðar bækur hans með ljóðum og rímum sem hann samdi, blaðaúrklippur, viðtöl og fleira. Efnið hefur auk þess verið skannað og sett á disk og sumt einnig ljósritað í möppur. Liggur mikil vinna að baki og verkið greinilega unnið af mikilli ástúð. Með gjöfinni fylgdi einnig geisladiskur með upplestri Lauga á ferðasögu í bundnu máli sem lýsir ferð hans frá Siglufirði til Reykjavíkur með Bigga Run árið 1954, en upplestrinum var útvarpað í Ríkisútvarpinu á sínum tíma og fluttur hér á Siglufirði við önnur tækifæri. Laugi póstur hét fullu nafni Guðlaugur Sigurðsson og fæddist á bænum Hamri í Stíflu árið 1891 en bjó sín æskuár á Þorgautsstöðum í sömu sveit, sem síðar fór undir stöðuvatn vegna Skeiðsfossvirkjunar. Hann flutti síðan í Haganesvík, þar sem hann stundaði hákarlaveiðar en til Siglufjarðar flutti hann um 1920 og var lengst af póstberi á staðnum. Laugi var hagmæltur mjög og hafsjór af fróðleik um kveðskap og hina ýmsu bragarhætti. Hann setti svip á lífið á Siglufirði á sinn hægláta hátt og var fólki gjarnan innan handar við að yrkja eftirmæli, afmælisvísur og slíkt auk þess sem hann sendi frá sér ljóðakver og ljóð hans birtust í ýmsum blöðum og tímaritum. Hann lést árið 1971.“</p>

Erindi

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

5 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
1959 SÁM 87/1305 EF Kveðinn mansöngur 12. rímu úr Rímum af Hinrik heilráða: Andans blundi af mér kasta Guðlaugur Sigurðsson 31048
1959 SÁM 87/1305 EF Á leið fram Stíflu 1919: Þekkti ég ungur þessi fjöll Guðlaugur Sigurðsson 31057
1959 SÁM 87/1305 EF Sigurðar rímur snarfara: Mál við styrjar harla hæga, kveðnar nokkrar vísur úr mansöng Guðlaugur Sigurðsson 31062
1959 SÁM 87/1306 EF Víglundarrímur: Gyðjan Freyja Gimli á Guðlaugur Sigurðsson 31063
SÁM 18/4269 Lagboði 307: Hefnigjarnir, hrokafullir hæddu lýði Guðlaugur Sigurðsson 41258

Tengt efni á öðrum vefjum

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 27.05.2018