Ey­mund­ur Matth­ías­son 1961-16.0.2019

Ey­mund­ur lauk stúd­ents­prófi frá MA 1980 og BS-gráðu í stærðfræði og eðlis­fræði frá Washingt­on & Lee Uni­versity í Virg­in­íu 1983. Hann lagði stund á pí­anónám í Manchester 1983-1986 og nam einnig tón­smíðar og fiðluleik. Ey­mund­ur stofnaði hljóðfæra­versl­un­ina Sangitamiya á Klapp­ar­stíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öll­um heims­horn­um. Hann vann og lengi hjá Talna­könn­un og kenndi á ár­un­um 1986 til 1990 við Mennta­skól­ann í Reykja­vík.

Ey­mund­ur var einn af for­svars­mönn­um Sri Chinmoy-miðstöðvar­inn­ar, en hún bygg­ir starf sitt á kenn­ing­um ind­verska and­lega meist­ar­ans og friðarfrömuðar­ins Sri Chinmoy. Hann stóð ára­tug­um sam­an fyr­ir ókeyp­is nám­skeiðum í jóga og hug­leiðslu hér á landi. Þá var hann einn af stofn­end­um Friðar­hlaups Sri Chinmoy hér á landi, en það er alþjóðlegt kyndil­hlaup sem hlaupið hef­ur verið all­ar göt­ur síðan 1987.

Ey­mund­ur var öfl­ug­ur hlaup­ari og vann m.a. fyrsta Jök­uls­ár­hlaupið árið 2004. Heim­ild­ar­mynd­in Seeker um Ey­mund og söng­hóp sem hann stofnaði var sýnd á RIFF síðastliðið haust.

Byggt á andlástfregn í Morgunblaðinu 19. ágúst 2019, bls. 8

Staðir

Menntaskólinn í Reykjavík Kennari 1986-1990
Menntaskólinn á Akureyri Nemandi -1980

Fiðluleikari, kennari, nemandi, píanóleikari og verslunarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.08.2019