Ingólfur Steinsson 25.01.1951-

<p>... Ingólfur er kunnur tónlistarmaður og hefur verið í tónlist frá unglingsárum. Hann var í hljómsveitinni Þokkabót sem var vinsæl á áttunda áratug síðustu aldar. Sveitin gaf út fjórar plötur en er hvað þekktust fyrir lagið Litlir kassar eftir Malvinu Reynolds við texta Þórarins Guðnasonar. „Þokkabótin var mikil mótmælagrúppa framan af. Við sungum gegn spillingu, hervaldi og auðvaldi. Vorum róttækir, ungir menn og þetta voru slagorðin á þeim tíma. Þau eiga reyndar vel við enn í dag,“ segir Ingólfur sem segist þó lítið semja af mótmælasöngvum í dag. „Mér er ekki eins mikið niðri fyrir þótt manni blöskri auðvitað alveg hvernig menn hafa farið að ráði sínu hér. Auðvaldið, sem þeir kalla nú fjármagnið, fór langt fram úr því sem við hefðum nokkurn tíma trúað upp á það í gamla daga. Maður er eiginlega kjaftstopp og leitar skjóls í lýrík og skáldskap. Ég er líka æðrulausari í dag. Búinn að átta mig á því hvað er erfitt að breyta heiminum þó að gott lag með góðum texta geti reyndar gert ýmislegt,“ segir hann og hlær. Ingólfur hefur einnig gefið út plötuna Kóngsríki fjallanna sem kom út árið 2002, Mr. President og Krás á köldu svelli sem kom út árið 2006. ...</p> <p align="right">Úr viðtali við Ingólf í DV 10. október 2011.</p> <p>... Ingólfur fæddist á Seyðisfirði og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og BA-prófi í sögu, ensku og almennri bókmenntasögu frá Háskóla Íslands. Hann lauk einnig námi í uppeldis- og kennslufræði við Háskóla Íslands og framhaldsnámi í bókmenntum og sögu við New College of California í San Fransisco. Ingólfur hefur leikið tónlist frá unga aldri. Hann stofnaði hljómsveitina Þokkabót ásamt þremur félögum og æskuvinum. Þokkabót sendi frá sér fjórar hljómplötur á 8. áratugnum og urðu mörg lög þeirra félaga allkunn. Árið 1995 kom út geisladiskur með safni laga hljómsveitarinnar. Ingólfur hefur einnig samið tónlist og texta fyrir ýmsa aðila. Nýlega gaf hann út geisladiskinn Kóngsríki fjallanna.</p> <p>Ingólfur starfaði sem kennari um árabil, fyrst í grunn- og seinna framhalds- skólum. Þá var hann skólastjóri í Holti í Önundarfirði í nokkur ár. Hann er nú ritstjóri hjá Námsgagnastofnun.</p> <p align="right">Af vef útgáfunnar Tunga 24. febrúar 2014.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Þokkabót Söngvari og Gítarleikari 1972 1979
Þokkabót Söngvari og Gítarleikari 1986

Tengt efni á öðrum vefjum

Kennari , ritstjóri , skólastjóri og tónlistarmaður
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.08.2014