Magnús Ragnarsson 29.04.1975-

<p>Magnús lauk mastersgráðu í kirkjutónlist frá Tónlistarháskólanum í Gautaborg og stundaði framhaldsnám í kórstjórn hjá prófessor Stefan Parkman við Háskólann í Uppsölum. Hann tók við stjórn Söngsveitarinnar Fílharmóníu í janúar 2006 og hefur flutt með henni nokkur stórverk, þ.á.m. Vesper solennes de Confessore og Requiem eftir Mozart, Messu í g-moll eftir Bach, Stabat Mater eftir Haydn, Messu í As-dúr eftir Schubert, Carmina burana eftir Carl Orff og Þýska sálumessu eftir Brahms. Síðastnefnda verkið flutti Magnús með Söngsveitinni og Lutoslawski Fílharmóníuhljómsveitinni í Wroclaw í Póllandi við mjög góðar undirtektir.</p> <p>Magnús tók við stjórn Sönghópsins Hljómeyki í ágúst 2006. Kórinn hefur einbeitt sér að nýlegri kórtónlist, bæði íslenskri og erlendri, og hefur frá upphafi verið í fremstu röð íslenskra kóra. Í maí 2008 tók Hljómeyki þátt í hinni virtu kórakeppni Florilège Vocal de Tours og varð hlutskarpast í flokki kammerkóra ásamt kammerkórnum Khreschatyk frá Úkraínu. Í umsögnum dómnefndar sagði meðal annars að Hljómeyki hefði fallegan hljóm og einkar hrífandi og hjartnæma túlkun. Magnús Ragnarsson var einnig álitinn einn af bestu kórstjórum keppninnar.</p> <p>Magnús starfar nú sem organisti í Áskirkju og stjórnar kór kirkjunnar sem þrátt fyrir ungan aldur hefur náð að skipa sér í fremstu röð íslenkra kóra.</p> <p align="right">Af vef Söngsveitarinnar Filharmóníu (10. ágúst 2010).</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómeyki Stjórnandi 2006 2011
Melodia - Kammerkór Áskirkju Stjórnandi
Söngsveitin Fílharmónía Stjórnandi 2006

Organisti , píanóleikari og stjórnandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.12.2014